föstudagur, júlí 14, 2006

Af Netinu

Bloggarar landsins tjá sig um sýninguna:

í fyrsta lagi ákvaðum við að lesa ekkert um sýninguna til að gera okkur engar fyrirfram væntingar en vissum samt að þetta væri mjög öðruvísi sýning, soldið gróf. allt í lagi. (...) Þetta leikrit er bara það all svakalegasta sem ég hef nokkurn tímann séð... algjörlega IN YOUR FACE, leikmyndin er ekki upp á sviði heldur eru stólarnir bara alveg að leikmyndinni, það er sungið, dansað, öskrað, slegist, barist um með risa herhníf, hlegið og grátið.. ég skal bara vera hreinskilin, ég labbaði út með hjartað í brókunum!! En, mjög spes leikrit en HRIKALEGA vel leikið. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur og þetta var alveg ótrúlega raunverulegt. Mér finnst það frekar merkilegt að sjá svona ofboðslega góðan leik þar sem leikaranir eru 1-2 metra frá þér. hiklaust myndi ég gefa þeim 10 fyrir leikinn!!
- gyðja.bloggar.is -

...en svo fór ég að sjá Penetreitor og það var frábært, meiriháttar sýning og leikararnir mjög góðir og sannfærandi. Það er langt síðan ég hef farið á svona raunverulega sýningu og ég var lengi að jafna mig á eftir.
- blog.central.is/sigga_birna -

Ef þið eruð komin með leið á því að sjá verk á stóru sviðunum í leikhúsum Íslands, þar sem leikarar horfa ekki á hvern annan þegar þeir tala saman, tala eða gala með skrýtnum talanda út í salinn. Sjá leikrit sem sett eru upp án nokkurar áhættu, svona "eitthvað fyrir alla" drepið í ófrumlegri markaðsetningu og skilur ekkert eftir. Eða glimmerlitaðan söngleik á 3500 sem er lélegri en 1000 kalla söngleikur hjá Versló. Já ef þið eruð komið með nóg af þessu, þá mæli ég með því að þú sjáir Penetreitor.
Ég var að koma af því og var þetta annað skiptið sem ég á þetta. Ég er hætt að fara á þetta rusl á stóru sviðunum. Verð alltaf fyrir vonbrigðum.
- dilja.blogspot.com -

Ég fór í leikhús í gærkvöld á eitt það besta leikrit sem ég hef nokkurn tímann séð. Það var leikritið Penetreitor. Ég vil ekki segja of mikið nema hvað að þetta var mögnuð upplifun og þú munt eiga ótrúlega kvöldstund.
- www.sumarsnjor.com -

Ég hef aldrei orðið eins hræddur í leikhúsi og á þessari sýningu. Þetta var algjört in-your-face-leikhús þar sem nálægð áhorfenda við leikarnana er gríðarlega áhrifamikil. Leikurinn hjá Stefán Halli, Vigni og Jörundi var vægast sagt ótrúlega góður og á einum tímapunkti hélt ég að Stefán myndi skera Vigni á háls í alvörunni með 30 sm stórri sveðju. Besta leikverk ársins, tvímælalaust.
- thorbergson.blogspot.com -


Það nennti enginn með mér á leikritið Penetreitor, því ákvað ég að skella mér einn og yfirgefinn, eftir vinnu og pulsu með öllu. Ég hafði reyndar mátt hringja í fleira fólk en miðað við viðbrögð þeirra sem ég hafði talað við, var ekki mikill áhugi meðal vina minna en mig virkilega langaði að sjá hráa sýningu, einhverja sem er ekki of tilgerðaleg. (...)
Leikritið er um tvo vini sem drekka , dópa og búa saman. Jú, jú, allt er þegar þrennt er. Svo bankar upp á vinur þeirra, sem er geðveikur – og það kemur berlega í ljós.
Leiksýningin byggist einungis á þessum þremur leikurum, sem ein daman sem ég ræddi stuttlega við sagði að væru nýútskrifaðir úr Listaháskólanum. Það hljómar ekki mikið, að byggja heila sýningu á þremur mönnum en vitið hvað? Allt er þegar þrennt er!
Sá er valdi í hlutverkinn á bæði heiður skilinn og gull medalíu, ótrúlega vel að verki staðið. Strákarnir stóðu sig eins og sannkallaðar leiklistarhetjur (eða drullusokkar og aumingjar) og börðu niður sinn eigin persónuleika allt þar til sýningin endaði. Maður trúði hverju orði sem þeir sögðu og elti hvert taugaboð þeirra, hvernig sem það er nú mögulegt. Geðveikin náði virkilegum tökum á manni! Og hún hefur ekki enn losað takið. Ég get vel ímyndað mér að sýningin varpi raunsærra mynd af geðveiki.
En á sýningunni sest maður í tilfinningalegan rússíbana. Maður keyrir alla leið upp í skýin, ýmist hlægjandi eða brosandi. Því næst, þegar maður á síst von á, steypist kerran á bólakaf og geðhræringin syndir frá maganum og upp í heila, hún reynir að brjótast út en getur það ekki og situr því í manni, heillengi, þar til hún lognast út af. Eða ég vona það...eins og lesa má á milli línanna, situr verkið enn í mér og þannig vil ég hafa það. Já, sýningin var átakanlega góð.
- lifeofwong.com -

Svo fór ég í leikhús í gær, alveg magnað leikrit... það heitir Penetreitor og alveg geggjað! Það eru þrír leikarar allir karlkyns og þeir eiga alveg frábæran leik... þeir syngja, dansa, dópa, grenja, slást og fróa sér alveg eins og maður sé ekki þarna... Þegar maður labbar inn í leikhúsið þá þurfti maður að labba í gegnum sviðið til að komast að sætunum og það fannst mér töff. Það eina sem mér fannst að þessu var hvernig sætunum var raðað... það er alltaf haus fyrir framan haus... þannig að maður missti af stundum. Þetta er sýning til styrktar B.U.G.L. og meira að segja borgarstjóri Reykjavíkur var staddur þarna og frægur sálfræðingur... en fólk... þetta er snilldar leikrit! Farið á þetta!!!!! Linkur um þetta og annar hér kostar bara 2.000 kjell á þetta... og þið eruð að styrkja gott málefni og sjá klikkað gott leikrit!
- www.123.is/astas -

Lesa meira

sunnudagur, júlí 02, 2006

FJÖLMIÐLAUMFJÖLLUN 2005

GLÆSILEGUR PENETREITOR **** (fjórar stjörnur)
- Þetta er áhrifamikil sýning, vel útfærð í stóru og smáu af vandvirkni og sannfæringu. Það er enginn byrjendabragur á þessari sýningu.
– Þetta er semsagt glæsileg frammistaða hjá ungum listamönnum sem hafa náð föstum tökum á viðfangsefni sínuog skila því með miklum sóma.
- Sýnigin hefur yfirbragð alvöru og erindis sem gaman er að sjá. Áhugamenn um leiklist ættu ekki að láta Penetreitor fara framhjá sér.

Páll Baldvin Baldvinson, DV
________________________________________________________________________

STURLAÐUR STOFULEIKUR
- Umgjörð sýningarinnar er einföld og raunsæ og dregur um leið ekki athygli frá því sem hér er mest um vert, frábærri frammistöðu leikstjóra og leikara.
- Samleikurinn er afar sterkur milli persónana sem hafa mjög meitluð einstaklingseinkenni. Það er sama hvar hvar er borið niður hvergi er að finna veikan punkt.

Sveinn Haraldsson, Morgunblaðinu


“ég er búin að “vera þarna” og rúmlega það. Er gift geðsjúklingi og alkahólista. Það hafði djúpstæð áhrif á heimilislífið að sjá sýninguna og allt búið að vera á reiðiskjálfi síðan þá. Þetta hreyfði við svo mörguog leikritið hefði vel getað gerst í stofunni hjá mér ekki fyrir svo löngu”

Berglind meðlimur í Hugarafli í Morgunblaðinu.

________________________________________________________________________

BYLTING Í ÍSLENSKU LEIKHÚSI?
- Verkefni ungu leiklistarnemanna þriggja virðist hafa slegið í gegn á öllum sviðum
- Verkefnið í heild sinni hefur skilað sér bæði til Hugarafls og út í samfélagið með aukinni umræðu. Fólk talar um byltingu í íslensku leikhúsi og ferska vinda.
_ Aðstandendur sýningarinnar hafa hreyft við samfélaginu, búið til verk sem að enginn horfir á ósnortinn. Það hlýtur að vera besti gæðastimpill sem leikrit getur hlotið.

Ásgeir Ingvarsson, Morgunblaðið.



And here is the rest of it.

Lesa meira