miðvikudagur, júní 21, 2006

Um verkefnið

Penetreitor er rannsóknarverkefni Vér Morðingja og Hugarafls sem sett var upp í Klink og Bank sumarið 2005 og naut gríðarlegra vinsælda. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna.
Vegna mikillar eftispurnar og áhuga var ákveðið að setja sýninguna upp aftur nú í sumar með það að markmiði að allur ágóði af sýningunni rennur í nýstofnaðan sjóð Vér Morðingja og Hugarafls er nefnist Styrktarsjóður Hugarafls fyrir ungt fólk á aldrinum 18-20 ára. Þetta er sjóður sem hefur það að markmiði að styrkja ungt fólk með geðræn vandamál til skapandi verkefna.
Penetreitor er leikrit eftir Skotann Anthony Neilson sem fjallar m.a. um geðhvarfasýki, meðvirkni, einelti, stjórnun og stjórnleysi og kúgun.

Útgangspunktur verkefnisins 2005 gekk út á að ungir leiklistarnemar á vegum Vér Morðingja unnu náið með fólki sem tengdist beint eða óbeint geðrænum vandamálum, líkt og geðklofa. Þátttakendur fræddust og deildu reynslu sinni sem virkir meðlimir í skapandi leikrænu ferli, unnu útfrá leikritinu Penetreitor. Vonast var til að samsvörun við eigið líf og reynslu skilaði sér í auknum skilningi á viðfangsefninu, sem það og gerði og því verður leikurinn endurtekinn nú í sumar.
Er hægt að fá ást og umhyggju með ofbeldi og hótunum?
Vér Morðingjar stefnir að því, líkt og í fyrra, að koma upp samskiptaneti í kringum verkefnið. Umræður að loknum sýningum og endurgjaldslausum sýningum fyrir þá hópa sem gætu haft félagslegan ávinning af boðskapnum.

Vér Morðingjar er nýstofnað leikfélag sem stefnir á að framleiða og sýna framsæknar og spennandi leiksýningar í framtíðinni. Penetreitor er fyrsta sýning Vér Morðingja.

Leikarar eru:
Jörundur Ragnarsson
Stefán Hallur Stefánsson
Vignir Rafn Valþórsson


Kristín Eysteinsdóttir er leikstjóri uppfærslunnar
Eygló Svava Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri uppfærslunnar

Sýningar verða í Sjóminjasafni Reykjavíkur. Frumsýning er áætluð 11.júlí 2006 kl.21:00
Upplýsingar um sýningar og miðapantanir eru í síma 699-0913 eða á ver.mordingjar@hotmail.com

Penetreitor var sett upp síðasta sumar undir formerkjum Reykvíska Listaleikhússis (www.internet.is/rll)

Hugarafl er hópur fólks með geðræn vandamál að stríða sem, að eigin sögn, hittist tvisvar í viku til að endurheimta sjálfsvirðinguna, hjálpa og styðja hvort annað í baráttunni við geðræn vandamál.
www.hugarafl.is

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home