miðvikudagur, júní 21, 2006

Um höfundinn

Anthony Neilson

Fæddist í mars 1967 í Edinborg, Skotlandi. Hann er af leikhúsfólki kominn og ólst svo að segja upp í leikhúsinu. Eftir frekar stopula skólagöngu fór hann í leiklistarskóla í Edinborg en var rekinn eftir eitt ár. Hann fór þá að skrifa útvarpsleikrit og sigraði ungskáldakeppni á vegum BBC. Hann vakti fyrst á sér athygli á Edinborgarhátíðinni árið 1991 með leikritinu Normal, sem fjallaði um fjöldamorðingja. Tveim árum seinna setti hann tóninn fyrir bresku nýbylgjuna með leikritinu Penetrator og skipaði sér þar með í flokk með höfundum eins og Söru Kane og Mark Ravenhill. Leikrit Neilsons eiga það öll sameiginleg að vera hrá og hröð og vera til þess fallin að koma áhorfandanum á óvart. Hann hefur skrifað á þriðja tug leikrita fyrir svið og útvarp.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home