þriðjudagur, júní 27, 2006

Styrktarsjóður

Tilgangur leiksýningarinnar er að láta gott af sér leiða og nýta leikhúsið sem miðil til að kynna almenning fyrir vanda geðfatlaðra.

Því verður þessi sýning sett upp sem góðgerðarsýning til að koma af stað styrktarsjóði Hugarafls fyrir ungt fólk á aldrinum 18-20 ára. Að sögn meðlima Hugarafls þá myndast viss eyða á þessum aldri frá BUGL til almennrar geðdeildar. Tilgangur sjóðsins er að getað útvegað einstaklingum á þessum aldri fjármagn til að sækja uppbyggjandi námskeið, fara í ferðalög eða hvað annað sem myndi gæða líf þessara einstaklinga meiri gleði. Eitthvað sem þetta unga fólk dreymir að gera en hefur ekki bolmagn fjárhagslega til að framkvæma.

Það má því líta á þetta sem frístundarsjóð og verður þetta framkvæmt á reynslutíma í eitt ár en auðvitað er það von allra að þetta muni takast til framtíðar.

Úthlutað yrði úr sjóðnum tvisvar sinnum á ári.






0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home